Luton og Plymouth skildu jöfn, 1:1, í B-deild enska fótboltans í kvöld. Eru liðin í tveimur neðstu sætunum og getur Luton hæglega fallið annað tímabilið í röð en Luton lék í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.
Luton er með 28 stig í botnsætinu og tveimur stigum frá öruggu sæti. Plymouth er í sætinu fyrir ofan með einu stigi meira.
Íslenski landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn með Plymouth og hefur hlutverk hans stækkað til muna eftir að Miron Muslic tók við liðinu af Wayne Rooney um áramótin.
Victor var ónotaður varamaður í sjö síðustu leikjum Rooneys með Plymouth en spilar nú alla leiki og 90 mínútur í þeim flestum.