Aston Villa og Liverpool skildu jöfn, 2:2, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Mo Salah kom Liverpool yfir en þeir Youri Tielemans og Ollie Watkins svöruðu fyrir Villa, áður en Trent Alexander-Arnold jafnaði.
Liverpool fékk gullið tækifæri til að skora sigurmarkið undir lokin en Darwin Núnez fór illa með dauðafæri og skiptu liðin því með sér stigunum.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.