Ráðning og brottrekstur Dan Ashworth hjá Manchester United kostaði enska knattspyrnufélagið 4,1 milljón punda eða rúmar 750 milljónir íslenskra króna.
Inni í því er upphæðin sem félagið greiddi Newcastle til að fá Ashworth, sem var yfirmaður knattspyrnumála hjá United, yfir til Manchester.
Ashworth entist aðeins í fimm mánuði hjá United áður en hann var rekinn en hann fékk vægast sagt veglega greiðslu þegar hann fékk reisupassann.
Sir Jim Ratcliffe lagði mikla áherslu á að fá Asworth til Manchester með ofangreindum afleiðingum.