Japanski knattspyrnumaðurinn Takehiro Tomiyasu leikur ekki meira með Arsenal á keppnistímabilinu.
Það er The Athletic sem greinir frá þessu en Tomiyasu, sem er 26 ára gamall, hefur verið frá keppni vegna meiðsla síðan í október.
Varnarmaðurinn er að glíma við meiðsli á hné og þarf að gagnast undir aðgerð vegna þeirra sem mun halda honum frá keppni það sem eftir lifir leiktíðir.
Mikil meiðsli hafa herjað á Arsenal allt tímabilið en þeir Kai Havertz og Gabriel Jesus verða einnig fjarverandi það sem eftir lifir tímabilsins.
Þá eru þeir Bukayo Saka og Gabriel Martinelli báðir að glíma við meiðsli en þeir ættu þó að ná lokaleikjum tímabilsins.