Brasilíski knattspyrnumaðurinn Lucas Paquetá verður frá keppni næstu tvær til þrjár vikur vegna ökklameiðsla sem hann varð fyrir á æfingu í vikunni.
Miðjumaðurinn hefur aðeins misst af tveimur leikjum á tímabilinu en West Ham verður án síns besta leikmanns næstu vikur.
Graham Potter, knattspyrnustjóri West Ham, greindi frá fregnunum á blaðamannafundi í dag og sagði Paquetá hafa meiðst í samstuði við liðsfélaga sinn Aaron Wan-Bissaka.
Vladimir Coufal og Crysensio Summerville eru einnig að glíma við meiðsli og verða ekki með liðinu gegn Arsenal á laugardag. Þá gætu þeir einnig misst af leiknum við Leicester næstkomandi fimmtudag.