Burst í rigningunni í Leicester (myndskeið)

Yoane Wissa, Bryan Mbeumo, Christian Nörgaard og Fabio Carvalho skoruðu mörk Brentford er liðið burstaði Leicester á útivelli, 4:0, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Brentford er í 10. sæti með 37 stig. Leicester er í 19. og næstneðsta sæti með 17 stig, tveimur stigum frá öruggu sæti.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert