Sir Jim Ratcliffe, einn af eigendum enska knattspyrnufélagsins Manchester United, hefur hótað starfsfólki félagsins uppsögnum ef það hættir ekki að leka viðkvæmum upplýsingum í fjölmiðla.
Það er breski miðillin Telegraph sem greinir frá þessu en Ratcliffe kom inn í eigandahóp félagsins síðasta sumar og sér um daglegan rekstur þess núna.
Auðkýfingurinn hefur verið duglegur að segja upp starfsfólki síðan hann keypti sig inn í félagið en gengið innan vallar hefur verið dapurt síðan Ratcliffe tók við daglega rekstrinum.
Erik ten Hag var látinn taka pokann sinn í október og var Ruben Amorim ráðinn í hans stað í nóvember.
Þjálfaraskiptin hafa ekki skilað tilsettum árangri en United er sem stendur í fimmtánda sæti úrvalsdeildarinnar með 29 stig, 12 stigum frá fallsæti.