Brentford fór illa með Leicester er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Urðu lokatölur í Leicester 4:0.
Brentford er í 10. sæti með 37 stig. Leicester er í 19. og næstneðsta sæti með 17 stig, tveimur stigum frá öruggu sæti.
Yoane Wissa kom Brentford í forystu á 17. mínútu og tíu mínútum síðar gerði Bryan Mbeumo annað markið.
Aðeins fimm mínútum eftir það bætti Christian Nörgaard við þriðja markinu og var staðan í leikhléi 3:0.
Þannig var hún allt fram að 89. mínútu þegar Fabio Carvalho skoraði fjórða mark Brentford og þar við sat.
Hákon Rafn Valdimarsson var allan tímann á bekknum hjá Brentford.