Penninn á lofti í Newcastle

Martin Dúbravka.
Martin Dúbravka. AFP/Glyn Kirk

Martin Dúbravka og Emil Krafth hafa framlengt samning sinn við enska knattspyrnufélagið Newcastle.

Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum en Dúbravka, sem er 36 ára gamall markvörður, skrifaði undir eins árs samning sem gildir út tímabilið 2025-26.

Krafth, sem er miðvörður, skrifaði einnig undir eins árs framlengingu sem gildir út næsta keppnistímabil en hann hefur leikið með liðinu í sex ár.

Newcastle er sem stendur í sjöunda sæti úrvalsdeildarinnar með 41 stig, þremur stigum frá Meistaradeildarsæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka