Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Liverpool ætlar sér að selja úrúgvæska framherjann Darwin Núnez í sumar.
Það er The Athletic sem greinir frá þessu en Núnez, sem er 25 ára gamall, kom til félagsins frá Benfica sumarið 2022 fyrir 100 milljónir evra.
Framherjinn hefur ekki staðið undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans en hann hefur skorað 39 mörk í 131 leik fyrir félagið í öllum keppnum.
Liverpool hafnaði tilboðum frá Sádi-Arabíu í framherjann í janúar en enska félagið vill fá í kringum 80 milljónir evra fyrir hann.