West Ham sigraði tíu Arsenal-menn

Jarrod Bowen skorar sigurmark West Ham.
Jarrod Bowen skorar sigurmark West Ham. AFP/Ian Kington

West Ham varð í dag fyrsta liðið til að vinna útisigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á leiktíðinni. Urðu lokatölur í Lundúnaslag 1:0.

Arsenal er áfram í öðru sæti með 53 stig, átta stigum á eftir toppliði Liverpool. West Ham er áfram í 16. sæti en nú með 30 stig, eins og Manchester United.

Leikurinn fór hægt af stað og gekk báðum liðum illa að skapa sér færi. Arsenal var meira með boltann en West Ham var hættulegt í skyndisóknum.

Tomás Soucek fékk fyrsta færið fyrir gestina en skallaði rétt fram hjá á 17. mínútu. Jarrod Bowen skaut svo rétt fram hjá á 26. mínútu eftir góða fyrirgjöf frá Aaron Wan-Bissaka á 26. mínútu.

Martin Ödegaard fyrirliði Arsenal með boltann í dag. Oliver Scarles …
Martin Ödegaard fyrirliði Arsenal með boltann í dag. Oliver Scarles eltir hann. AFP/Ian Kington

Þeir félagar héldu áfram að spila vel saman og Bowen skoraði fyrsta mark leiksins í blálok fyrri hálfleiks með skalla af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Wan-Bissaka.

Hinum megin gekk Arsenal bölvanlega að skapa sér færi, þrátt fyrir að vera mikið með boltann. Eina tilraun Arsenal á markið í fyrri hálfleik kom á 22. mínútu er Riccardo Calafiori skaut beint á Alphonse Areola í marki West Ham.

Voru hálfleikstölur því 1:0, West Ham í vil.

Seinni hálfleikur spilaðist afar svipað og sá fyrri. Arsenal var mikið með boltann en gekk enn mjög illa að skapa sér einhver færi. Leandro Trossard átti þó skot á 63. mínútu í teignum sem var beint á Areola.

Vont varð síðan verra fyrir Arsenal þegar varamaðurinn Myles Lewis-Skelly fékk beint rautt spjald fyrir að brjóta af sér sem aftasti maður.

Tíu Arsenal-menn sköpuðu sér ekki alvörufæri eftir það, þrátt fyrir tæplega tíu mínútur af uppbótartíma og West Ham-menn fögnuðu vel í leikslok.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Everton 2:2 Man. United opna
90. mín. Chido Obi (Man. United) fær gult spjald

Leiklýsing

Arsenal 0:1 West Ham opna loka
90. mín. Leandro Trossard (Arsenal) á skot framhjá Boltinn dettur fyrir fætur Belgans og hann er snöggur í skotið rétt utan teigs en vel yfir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert