Arsenal tók á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en leikið var á Emirates vellinum í Lundúnum. Leikurinn endaði með óvæntum útisigri West Ham, 1:0.
Það var enski landsliðsmaðurinn Jarrod Bowen sem skoraði sigurmarkið með góðum skalla á 44. mínútu. Enski bakvörðurinn í liði Arsenal, Miles Lewis-Skelly, fékk rautt spjald á 73. mínútu þegar hann reif Mohamed Kudus niður.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.