Enski knattspyrnumaðurinn Michail Antonio er byrjaður aftur að hlaupa, rúmum þremur mánuðum eftir að hafa lent í hræðilegu bílslysi í byrjun desember.
Antonio, sem leikur með West Ham í ensku úrvalsdeildinni, þurfti að fara í aðgerð eftir bílslysið en leikmaðurinn fótbrotnaði.
Enski framherjinn er í endurhæfingu í Dúbaí og hefur hann sýnt ótrúlegar framfarir á skömmum tíma.
Ekki er vitað hvenær Antonio getur snúið aftur á völlinn en West Ham mætir Arsenal klukkan 15 í dag.