Ekkert sem stoppar Cunha (myndskeið)

Bournemouth tók á móti Wolves í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en leikið var á Vitality vellinum í Bournemouth. Wolves gerði sér lítið fyrir og vann sterkan útisigur, 1:0.

Það var Matheus Cunha sem gerði sigurmarkið á 36. mínútu leiksins en fimm mínútum áður hafði Úkraínumanninum Illia Zararnyi vikið af velli fyrir slæma tæklingu. 

Svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert