Everton tók á móti Manchester United í hádegisleik ensku úvarlsdeildarinnar í dag á Goodison Park vellinum í Liverpool borg. Liðin buðu upp á skemmtilegan leik sem endaði með fjögurra marka jafntefli, 2:2.
Beto og Abdoulaye Doucoure sáu til þess að Everton leiddi með tveimur mörkum gegn engu þegar flautað var til hálfleiks. Liðsmenn Manchester United sýndu hinsvegar karakter og náðu að jafna með mörkum frá Bruno Fernandes og Manuel Ugarte.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.