Hörmuleg mistök Danans í markinu (myndskeið)

Aston Villa tók á móti Chelsea í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en leikið var á Villa Park vellinum í Birmingham. Leikurinn var skemmtilegur og endaði með endurkomusigri Aston Villa, 2:1.

Enzo Fernandez kom gestunum yfir með marki á 9. mínútu en þá var komið að Marco Asensio. Spánverjinn gerði tvö mörk, það fyrra á 57. mínútu og það seinna á 89. mínútu. Markvörður Chelsea, Filip Jörgensen, mun ekki sofa vel í nótt en hann gerði skelfileg mistök í sigurmarki Aston Villa.

Svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert