Mávarnir flugu hátt í suðrinu (myndskeið)

Southampton tók á móti Brighton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en leikið var á St. Mary´s leikvangnum í Southampton. Gestirnir voru mun betri aðilinn í leiknum og unnu sannfærandi sigur, 4:0.

Joao Pedro, Georginio Rutter, Kaoru Mitoma og Jack Hinshelwood skoruðu mörk Brighton í dag.

Svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert