Ipswich tók á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en leikið var á Portman Road vellinum í Ipswich. Óhætt er að segja að lið Tottenham hafi verið ofan á og endaði leikurinn með 4:1 sigri gestanna.
Brennan Johnson skoraði tvívegis fyrir Tottenham áður en Omari Hutchinson minnkaði muninn fyrir heimamenn. Djed Spence og Dejan Kulusevski kláruðu svo dæmið fyrir Tottenham í seinni hálfleiknum með tveimur góðum mörkum.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.