Mohamed Salah og Jürgen Klopp eru ennþá í miklu sambandi samkvæmt Egyptanum.
„Ég tala við Klopp meira en áður fyrr. Við höfum verið í miklu sambandi í gegnum skilaboðaforrit undanfarna mánuði,“ sagði Salah í viðtali við SkyDE.
Klopp stýrði Liverpool í rúm átta ár en Salah gekk til liðs við félagið árið 2017.
„Hann spyr mig um fjölskyldu mína, óskar mér til hamingju eftir leiki og að hafa komist í úrslit deildabikarsins. Hann sagði mér líka hvenær hann myndi koma aftur,“ sagði Egyptinn.
Klopp er í dag yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull en hann veitir knattspyrnufélögum fyrirtækisins ráðgjöf.