Samningur Virgil van Dijk við Liverpool rennur út um sumarið og er ekki enn ljóst hvort Hollendingurinn ætli að framlengja við félagið.
„Á næstu mánuðum mun meira koma í ljós,“ sagði van Dijk.
Van Dijk er ekki eina stóra nafnið sem rennur út úr samningi hjá Liverpool í sumar en samningar Trent Alexander-Arnold og Mohamed Salah munu einnig renna út.
„Þegar ég tek ákvörðun mun hún ekki fara framhjá neinum. Ég hef alltaf sagt að ég sé frekar slakur yfir henni,“ sagði Hollendingurinn
Van Dijk gekk til liðs við Liverpool árið 2018 og hefur hann meðal annars unnið Meistaradeildina og ensku úrvalsdeildina með félaginu.