„Við vorum ekki á staðnum“

Ruben Amorim á hliðarlínunni í dag.
Ruben Amorim á hliðarlínunni í dag. AFP/Paul Ellis

Rubin Amorim Knattspyrnustjóri Manchester United svaraði spurningum blaðamanna eftir leik liðsins gegn Everton í dag. Leiknum lauk með fjögurra marka jafntefli, 2:2.

Everton var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddi með tveimur mörkum áður en liðsmenn Manchester United sýndu karakter, komu til baka og náðu í stig.

„Þegar maður spilar leik án þess að mæta í fyrri hálfleikinn og er tveimur mörkum undir í leikhlé, þá er gott að ná í stig. Við þurftum samt þrjú stig í dag, þurftum á sigri að halda,“ sagði Amorim.

„Það versta við frammistöðuna í dag var að við töpuðum alltof mörgum boltum án þess að vera undir pressu og við vorum alltof linir. Við börðumst ekki um seinni boltana, við vorum hreinlega ekki á staðnum. Í hálfleik bað ég leikmenn að halda sig við okkar hugmyndafræði og þá byrjuðu hlutirnir að ganga upp, það var mikil bæting á milli hálfleikja. Þess vegna gerði ég enga skiptingu í hálfleik,“ sagði Amorim.

„Eina leiðin fyrir okkur er að halda áfram á sömu braut. Við þurfum að taka einn dag í einu. Við þurfum að lifa þetta tímabil af og svo getum við hugsað um framtíðina,“ sagði Amorim að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert