Enska knattspyrnufélagið Tottenham Hotspur hefur beðið fjölmiðla um að hætta að kalla félagið Tottenham.
The Athletic greindi frá í gær að félagið sendi tölvupóst til sjónvarpsfyrirtækja þar sem beðið var um að kalla félagið annaðhvort Tottenham Hotspur eða Spurs frekar en bara Tottenham.
Það hefur verið stefna félagsins frá árinu 2011 að kalla sig ekki bara Tottenham en Tottenham vísar aðeins til hverfisins í Norður-Lundúnum frekar en til félagsins.
Tottenham Hotspur mætir Ipswich í dag klukkan 15 en liðið situr í 12. sæti deildarinnar með 30 stig.