Gagnrýnir unga Danann

Rio Ferdinand.
Rio Ferdinand. AFP/Paul Ellis

Rio Ferdinand, sparkspekingur og fyrrverandi leikmaður Manchester United, gagnrýndi Rasmus Höjlund, framherja United, eftir 2:2-jafntefli liðsins gegn Everton í gær.

Höjlund, sem er 22 ára, hefur lítið skorað á tímabilinu en Daninn er kominn með tvö mörk í 21 leik í deildinni.

„Sjálfstraustið hefur augljóslega yfirgefið liðið þegar kemur að framherjum,“ sagði Ferdinand eftir leik.

Höjlund gekk til liðs við Manchester United frá ítalska félaginu Atalanta á rúmar 72 milljónir punda sumarið 2023.

„Eitt með Höjlund, þegar ég horfi á hann þá verð ég pirraður því hann er alltaf að reyna kljást við varnarmanninn,“ sagði Ferdinand.

„Stundum þarf að losa sig frá varnarmanninum svo það sé auðveldara að fá boltann og komast í svæði þar sem maður getur haft áhrif á leikinn,“ bætti Ferdinand við.

Rasmus Höjlund.
Rasmus Höjlund. AFP/Oli Scarff
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert