Arne Slot, stjóri Liverpool, sagði á blaðamannafundi að Jürgen Klopp, fyrrverandi stjóri Liverpool, hafi hafnað tveimur boðum hans á leiki Liverpool í vetur.
„Ég bauð honum að koma á Manchester City og Real Madrid heimaleikina en hann sagði mér að hann væri annars staðar í heiminum,“ sagði Slot á blaðamannafundi.
Slot tók við stjórnartaumunum hjá Liverpool síðasta sumar en Klopp hafði stýrt liðinu í níu ár.
„Hann getur komið hingað hvenær sem hann vill, bæði á leiki eða á æfingasvæðið,“ sagði Slot.
Liverpool mætir Manchester City klukkan 16.30 í dag og verður leikurinn í beinni textalýsingu á mbl.is.