Salah sló fullt af metum í Manchester

Mohamed Salah fær heiðursskiptingu.
Mohamed Salah fær heiðursskiptingu. AFP/Paul Ellis

Egyptinn Mohamed Salah sló fullt af metum í sigri toppliðs Liverpool á meisturum Manchester City, 2:0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á heimavelli City í Manchester í dag. 

Liverpool er með ellefu stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og færist nær titlinum með hverri umferð. 

Salah er búinn að vera mangaður í liði Liverpool á tímabilinu og hefur skorað 25 mörk og gefið 16 stoðsendingar í deildinni. 

Squawka tók saman nokkur met og afrek sem Salah náði í Manchester en meðal annars er hann fyrsti leikmaðurinn til að skora og leggja upp í ellefu mismunandi leikjum síðan að Lionel Messi gerði það árið 2015.

Hann er fyrsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að koma að 40 mörkum á tveimur mismunandi tímabilum. Þá er hann einnig fyrsti leikmaðurinn til að skora 25 mörk og leggja upp fimmtán á sama tímabili. 

Salah er þá einnig fyrsti leikmaður í sögu Liverpool til að leggja upp 16 eða fleiri mörk í ensku úrvalsdeildinni. 

Ásamt því er hann fyrsti leikmaður til að skora og leggja upp gegn Englandsmeisturunum í báðum leikjum tímabilsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert