Newcastle vann Nottingham Forest, 4:3, í hörkuleik í 26. umferð ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu í Newcastle dag.
Eftir leikinn er Newcastle komið í fimmta sætið með 44 stig en Nottingham Forest er í þriðja sæti með 47 stig.
Callum Huson-Odoi kom Forest yfir á 6. mínútu en eftir það skoraði Newcastle fjögur mörk í fyrri hálfleik.
Lewis Miley jafnaði metin á 23. mínútu og Jacob Murphy kom Newcastle yfir tveimur mínútum síðar, 2:1.
Alexander Isak bætti síðan við tveimur mörkum fyrir hálfleikinn, 4:1.
Nikola Milenkovic minnkaði muninn fyrir Forest í 4:2 og Ryan Yates síðan í 4:3 undir blálok leiks, en nær komust gestirnir ekki.