Newcastle vann Nottingham Forest, 4:3, í sjö marka veislu í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag.
Lewis Miley og Jacob Murphy skoruðu sitthvort markið fyrir Newcastle en Alexander Isak bætti við seinni tveimur. Callum Hudson-Odoi, Nikola Milenkovic og Ryan Yates skoruðu mörk Forest.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.