Vill hjálpa Rashford að finna sjálfstraustið

Marcus Rashford hefur byrjað vel hjá Aston Villa.
Marcus Rashford hefur byrjað vel hjá Aston Villa. AFP/Paul Ellis

Unai Emery stjóri Aston Villa er ánægður með Marcus Rashford en leikmaðurinn er á láni hjá Aston Villa frá Manchester United.

„Rashford hefur verið frábær, nú viljum við að hann verði stöðugt frábær,“ sagði Emery eftir 2:1-sigur Aston Villa gegn Chelsea í gær en Rashford lagði upp bæði mörk Villa.

Rashford var ekki í myndinni hjá Ruben Amorim, nýja stjóra Man. United, en Portúgalinn taldi Rashford þurfa að breyta hugsunarhætti sínum til að eiga möguleika á að spila aftur fyrir United.

„Við viljum styðja við Marcus, hjálpa honum. Reyna að láta honum líða vel hérna og hjálpa honum að fá sjálfstraust sitt til baka,“ sagði Emery.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert