City búið að finna næsta markvörðinn?

Diogo Costa gæti orðið næsti markvörður Manchester City.
Diogo Costa gæti orðið næsti markvörður Manchester City. AFP/Miguel Riopa

Portúgalski landsliðsmarkvörðurinn Diogo Costa gæti orðið næsti markvörður Englandsmeistara Manchester City í knattspyrnu. 

Portúgalski miðilinn Footmercato segir frá en þar kemur fram að Manchester City vilji fá Costa frá Porto í sumar. 

City-menn eru sagðir vera þreyttir á Ederson markmanni liðsins og vilji nýjan markvörð inn. 

Costa hefur leikið hjá Porto allan ferilinn en hann á að baki 32 landsleiki fyrir Portúgal. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert