Eiður Smári: Liverpool búið að vinna deildina

Eiður Smári Guðjohnsen, einn besti knattspyrnumaður Íslandssögunnar, er sannfærður um að Liverpool verði Englandsmeistari.

Liverpool náði ellefu stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með sigri á Manchester City á útivelli í gær, 2:0.

Eiður lét ummæli um vísan sigur Liverpool falla í Vellinum á Símanum sport, þar sem hann var gestur Harðar Magnússonar ásamt Margréti Láru Viðarsdóttur.

Þar ræddu þau um Arsenal, sem tapaði fyrir West Ham og missti Liverpool enn lengra frá sér fyrir vikið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert