Eiður Smári Guðjohnsen og Margrét Lára Viðarsdóttir voru gestir Harðar Magnússonar í Vellinum á Símanum sport.
Á meðal umræðuefna þáttarins var leikur Manchester City og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær.
City var mikið með boltann í leiknum en gekk bölvanlega að skapa sér færi gegn þéttri og góðri vörn Liverpool.
Umræðurnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni frá enska boltanum í samvinnu við Símann sport.