Enska knattspyrnufélagið Leicester hefur rekið þjálfarana Ben Dawson og Danny Alcock.
Þeir komu báðir inn í þjálfarateymi Steve Cooper í byrjun tímabilsins og tóku stuttlega við karlaliðinu eftir að hann var rekinn.
Síðan þá hafa þeir verið í teymi Ruuds van Nistelrooy en Leicester er í 19. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 17 stig, fimm stigum frá öruggu sæti.