Íslandsvinurinn ætlar að loka mötuneyti starfsmanna

Jim Ratcliffe.
Jim Ratcliffe. AFP/Paul Ellis

Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Manchester United ætla sér að loka mötuneyti starfsmanna liðsins. 

Breska ríkisútvarpið segir frá en í stað þess að bjóða upp á heitan mat í hádeginu mun félagið nú bjóða starfsmönnum sínum upp á ávexti. 

United hefur verið duglegt að segja upp starfsfólki eftir að Íslandsvinurinn Jim Ratcliffe keypti sig inn í félagið. Gengið inn­an vall­ar hef­ur hins vegar verið afar dap­urt síðan Ratclif­fe tók við dag­lega rekstr­in­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert