Leeds enn nær úrvalsdeildinni eftir dramatík

Junior Firpo jafnaði metin fyrir Leeds.
Junior Firpo jafnaði metin fyrir Leeds. Ljósmynd/Leeds

Leeds vann gífurlega mikilvægan útisigur á Sheffield United, 3:1, í toppslag ensku B-deildar karla í knattspyrnu í Sheffield í kvöld. 

Leeds er í toppsæti B-deildarinnar með 75 stig, fimm stigum meira en Sheffield United og sjö stigum meira en Burnley í þriðja sæti. 

Sheffield United var yfir í hálfleik eftir að markvörður Leeds Illan Meslier skoraði sjálfsmark. 

Junior Firpo jafnaði metin fyrir Leeds á 72. mínútu og á þeirri 89. kom Ao Tanaka Leeds-liðinu yfir, 2:1. 

Joel Piroe bætti síðan við þriðja marki Leedsara mínútu síðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert