Þjóðverjinn Thomas Tuchel, þjálfari karlalandsliðs Englands í knattspyrnu, hefur rætt við Ben White varnarmann Arsenal um mögulega endurkomu í landsliðið undanfarið.
Tuchel tók við enska landsliðinu í byrjun árs og hefur haft samband við marga leikmenn sem hann telur að verði mikilvægir fyrir landsliðið. Telegraph segir frá.
Meðal þeirra er Ben White sem hefur ekki verið í landsliðshópnum síðan á HM 2022. Þá lenti hann upp á kant við Steve Holland, sem var aðstoðarþjálfari Gareths Southgates, og hefur ekki viljað vera valinn síðan.
Tuchel hefur þó trú á því að hann geti fengið varnarmanninn aftur til að spila fyrir þjóð sína.