Staðan versnar og Luton getur fallið aftur

Luton getur fallið annað tímabilið í röð.
Luton getur fallið annað tímabilið í röð. AFP/Justin Tallis

Luton Town heillaði marga er liðið spilaði í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta sem nýliðar á síðustu leiktíð. Það var þó ekki nóg til að bjarga liðinu frá falli aftur niður í B-deildina.

Stefnan var að fara beint aftur upp í efstu deild en það hefur vægast sagt ekki gengið eftir. Luton tapaði fyrir Watford á útivelli í gær, 2:0.

Fyrir vikið er liðið áfram í botnsæti B-deildarinnar með 28 stig eftir 34 leiki. Er liðið nú fimm stigum frá öruggu sæti þegar 12 umferðir eru eftir.

Luton hefur ekki unnið einn einasta leik á árinu 2025, því síðasti sigur liðsins kom 20. desember gegn Derby á heimavelli, 2:1. Derby er í næstneðsta sæti með einu stigi meira en Luton.

Félagið rak Rob Edwards, sem kom liðinu upp í úrvalsdeildina, í upphafi árs en brottreksturinn hans hefur ekki haft þau jákvæðu áhrif sem forráðamenn félagsins vonuðust til.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert