Brighton og Fulham í Evrópubaráttu

Danny Welbeck fagnar sigurmarki sínu í kvöld.
Danny Welbeck fagnar sigurmarki sínu í kvöld. AFP/Glyn Kirk

Bright­on & Hove Al­bi­on vann sterk­an sig­ur á Bour­nemouth, 2:1, í 27. um­ferð ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar í knatt­spyrnu karla í kvöld og er farið að blanda sér af al­vöru í bar­átt­una um sæti í Evr­ópu­keppni á næsta tíma­bili líkt og Ful­ham, sem vann Wol­ves 2:1.

Bright­on er eft­ir sig­ur­inn í átt­unda sæti með 43 stig líkt og Chel­sea og Bour­nemouth í sæt­un­um fyr­ir ofan. Manchester City eru skammt und­an í fjórða og fimmta sæti með 44 stig hvort.

Í Bright­on var það Joao Pedro sem braut ís­inn fyr­ir heima­menn með marki úr víta­spyrnu eft­ir tólf mín­útna leik. Eft­ir klukku­tíma leik jafnaði Just­in Klui­vert svo met­in fyr­ir Bour­nemouth.

Stund­ar­fjórðungi fyr­ir leiks­lok tryggði Danny Wel­beck, sem hafði komið inn á sem varamaður þrem­ur mín­út­um fyrr, Bright­on 2:1-sig­ur.

Mark eft­ir 58 sek­únd­ur

Ful­ham gerði góða ferð til Wol­ver­hampt­on og vann heima­menn með minnsta mun.

Ful­ham er í ní­unda sæti með 42 stig en Wol­ves er í 17. sæti með 22 stig, fimm stig­um fyr­ir ofan fallsæti.

Ryan Sessegnon kom Ful­ham í for­ystu eft­ir aðeins 58 sek­úndna leik. Joao Gomes jafnaði hins veg­ar met­in fyr­ir Úlf­ana á 18. mín­útu.

Í upp­hafi síðari hálfleiks tryggði Rodrigo Mun­iz gest­un­um í Ful­ham sig­ur­inn eft­ir und­ir­bún­ing Adama Tra­oré, sem lék um ára­bil með Wol­ves.

Palace fór illa með Villa

Loks vann Crystal Palace fræk­inn sig­ur á Ast­on Villa, 4:1, í Lund­ún­um.

Palace er eft­ir sig­ur­inn í 12. sæti með 36 stig og Villa fer niður í tí­unda sæti þar sem liðið er áfram með 42 stig og því enn í harðri bar­áttu um Evr­óp­u­sæti.

Ismaila Sarr kom Palace yfir eft­ir tæp­lega hálf­tíma leik en Morg­an Rogers jafnaði met­in fyr­ir Villa snemma í síðari hálfleik.

Jean-Phil­ippe Mateta kom Palace yfir að nýju eft­ir tæp­lega klukku­tíma leik og Sarr bætti svo öðru marki sínu og þriðja marki Palace á 71. mín­útu.

Eddie Nketiah inn­siglaði svo sig­ur­inn end­an­lega með fjórða marki Palace á fyrstu mín­útu upp­bót­ar­tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert