Chelsea fór upp úr sjöunda sæti og í það fjórða með því að vinna öruggan sigur á botnliði Southampton, 4:0, í 27. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla í kvöld.
Chelsea er með 46 stig í fjórða sætinu en bæði Manchester City og Newcastle United eru með 44 stig í sætunum fyrir neðan og eiga leiki til góða annað kvöld.
Chelsea var 3:0 yfir í hálfleik eftir að Christopher Nkunku, Pedro Neto og Levi Colwill skoruðu.
Marc Cucurella innsiglaði svo sigurinn með fjórða markinu tólf mínútum fyrir leikslok.