Enn og aftur slæmar fréttir hjá United

Það er mikið að hjá Manchester United.
Það er mikið að hjá Manchester United. AFP/Paul Ellis

Enska knattspyrnufélagið Manchester United tilkynnti í dag að félagið hefði rekið 150-200 starfsmenn félagsins til að rétta af rekstur þess eftir mikið tap síðustu ár.

Ekki er um fyrstu hópuppsögnina að ræða síðan Sir Jim Ratcliffe tók við félaginu á síðasta ári því 250 manns var sagt upp síðasta sumar.

Hefur gustað um United innan og utan vallar því liðið er í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir slæmt gengi og þá hefur mikill taprekstur félagsins vakið athygli.

„Við höfum tapað peningum fimm ár í röð og þetta getur ekki haldið svona áfram,“ er haft eftir Omar Berrada, framkvæmdastjóra United, á heimasíðu félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert