Fyrirliðinn Martin Ödegaard átti mjög lélegan leik í tapi Arsenal fyrir West Ham, 1:0, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á heimavelli Arsenal síðasta laugardag.
Arsenal er nú ellefu stigum á eftir Liverpool, en á þó leik til góða, þegar 12 umferðir eru eftir.
Ödegaard hefur ekki verið líkur sjálfum sér á þessu tímabili en hann var frá í tvo mánuði vegna meiðsla.
Blaðamaðurinn Sean Walsh hjá GOAL gagnrýndi Ödegaard eftir tap Arsenal og sagði hann hafi farið í felur í leiknum.
„Þetta var leikur þar sem Arsenal þurfti leikmann til að taka ábyrgð. Ödegaard er ekki aðeins fyrirliði Arsenal heldur einnig einn besti leikmaður liðsins, en hann fór í felur,“ sagði Walsh meðal annars.