Fyrr dett ég niður dauður

Mikel Arteta og hans menn í Arsenal eru ellefu stigum …
Mikel Arteta og hans menn í Arsenal eru ellefu stigum á eftir Liverpool en eiga leik til góða. AFP/Paul Ellis

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að þó ellefu lið skilji að hans lið og Liverpool í tveimur efstu sætum ensku úrvalsdeildarinnar sé hann alls ekki búinn að gefa meistaratitilinn upp á bátinn.

Liverpool er með 64 stig, Arsenal 53 og Nottingham Forest 47 í þremur efstu sætunum og Arteta býr sína menn undir erfiðan útileik gegn Forest annað kvöld.

„Fyrr dett ég niður dauður,“ svaraði Arteta spurningu þess efnis á fréttamannafundi í dag.

„Við eigum áfram tölfræðilega möguleika. Við höldum áfram, við þurfum að spila alla leiki. Fyrir þremur dögum áttum við möguleika á að minnka muninn þannig að við værum bara einum og hálfum leik á eftir þeim. Þetta skiptir ekki máli, þú verður alltaf að halda áfram.

Staðan er erfiðari en fyrir þremur dögum en þú verður alltaf að gera eitthvað sérstakt ef þú ætlar að vinna úrvalsdeildina. Til að vinna deildina undir þessum kringumstæðum þurfum við þó sennilega að gera eitthvað sem enginn hefur áður afrekað í þessari deild,“ sagði Arteta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert