Glæsimark Kluiverts dugði ekki til (myndskeið)

Justin Kluivert skoraði stórglæsilegt mark fyrir Bournemouth þegar liðið tapaði 2:1 fyrir Brighton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Joao Pedro kom Brighton yfir með marki úr vítaspyrnu áður en Kluivert smellti boltanum upp í samskeytin með mögnuðu skoti fyrir utan vítateig.

Reynsluboltinn Danny Welbeck tryggði Brighton svo sigurinn með snyrtilegri afgreiðslu.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert