Lögregluþjónn söng ógeðslega söngva

Lögregluþjónninn var tíður gestur á leikjum Arsenal.
Lögregluþjónninn var tíður gestur á leikjum Arsenal. AFP/Glyn Kirk

Lögregluþjóni í Lúndunum hefur verið vikið frá störfum vegna hegðunar á leikjum enska knattspyrnuliðsins Arsenal. Þá hefur hann verið bannaður frá öllum knattspyrnuleikjum í þrjú ár.

Lögregluþjónninn, sem heitir Gordon Irkefe, var m.a. fundinn sekur um að syngja níðsöngva um andlát Vichai Srivaddhanaprabha, eiganda Leicester, sem lést í þyrluslysi í október árið 2018.

Þá var hann einnig fundinn sekur um að kasta flugeldum í áttina að stuðningsmönnum andstæðinganna og að hafa verið með ógnandi hegðun er hann sótti útileik Arsenal gegn Bayern München í Meistaradeildinni á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert