Það tók Ryan Sessegnon aðeins 58 sekúndur að koma Fulham yfir þegar liðið vann Wolves 2:1 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.
Hann fékk þá sendingu inn fyrir frá Andreas Pereira og afgreiddi boltann snyrtilega í netið.
Joao Gomes jafnaði svo metin fyrir Úlfana með þrumuskoti úr vítateignum sem fór upp í þaknetið.
Rodrigo Muniz tryggði Fulham svo sigurinn með laglegri vippu fyrir utan teig eftir góða stungusendingu Adama Traoré.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.