Danski knattspyrnumaðurinn Christian Nörgaard leikur ekki með Brentford gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld vegna þess að hann er með heilahristing.
Nörgaard fékk höfuðhögg í fyrri hálfleik í 4:0-sigri Brentford á Leicester City í deildinni síðastliðið föstudagskvöld. Var hann af þeim sökum tekinn af velli í hálfleik.
„Því miður verður Christian Nörgaard ekki með. Hann er með heilahristing. Hann hafði það fínt á vellinum en hrakaði í leikhléi og því þurftum við að taka hann af velli, sagði Thomas Frank, knattspyrnustjóri Brentford,“ á fréttamannafundi í dag.