Christopher Nkunku, Pedro Neto, Levi Colwill og Marc Cucurella skoruðu allir er Chelsea vann sannfærandi heimasigur á botnliði Southampton, 4:0, á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöldi.
Var staðan í hálfleik 3:0 og sigurinn aldrei í hættu, þrátt fyrir að Cole Palmer hafi farið illa með nokkur góð færi.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.