Erling Haaland sneri aftur í lið Manchester City eftir meiðsli og skoraði sigurmark liðsins í 1:0-sigri á Tottenham Hotspur í 27. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í Lundúnum í kvöld.
Með sigrinum fór Man. City aftur upp í fjórða sæti deildarinnar þar sem liðið er með 47 stig. Tottenham er í 13. sæti með 33 stig.
Sigurmarkið kom eftir aðeins tólf mínútna leik þegar Haaland skoraði með hnitmiðuðu skoti úr vítateignum eftir undirbúning Jérémy Doku.
Arsenal heimsótti Nottingham Forest og lauk leiknum með markalausu jafntefli.
Arsenal varð því aftur af stigum í toppbaráttunni þar sem liðið er tíu stigum á eftir toppliði Liverpool, sem er þessa stundina að spila við Newcastle.