Laglegur skalli Írans (myndskeið)

Jake O’Brien tryggði Everton stig þegar hann jafnaði metin í 1:1 með sínu fyrsta marki í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu gegn Brentford í kvöld.

Yoane Wissa hafði komið Brentford yfir með skalla af örstuttu færi áður en hinn írski O’Brien skoraði með góðum skalla niður í hornið í síðari hálfleik.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert