Liverpool nálgast titilinn óðfluga eftir sigur

Alexis Mac Allister fagnar stórkostlegu marki sínu í kvöld.
Alexis Mac Allister fagnar stórkostlegu marki sínu í kvöld. AFP/Paul Ellis

Li­verpool tók á móti Newcastle í 27. um­ferð ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar í fót­bolta í kvöld en leikið var á An­field vell­in­um í Li­verpool. Liðin buðu upp á skemmti­leg­an leik sem endaði með sigri heima­manna, 2:0.

Eft­ir leik­inn er Li­verpool á toppi deild­ar­inn­ar með 67 stig, þrett­án stig­um á und­an Arsenal sem á þó leik til góða. Newcastle er í sjötta sæti með 44 stig, þrem­ur stig­um frá fjórða sæti sem gef­ur sæti í Meist­ara­deild Evr­ópu á næsta tíma­bili.

Heima­menn stjórnuðu leikn­um frá A-Ö í fyrri hálfleik en þurftu þó að var­ast hraðar skynd­isókn­ir Newcastle-manna.

Fyrsta mark leiks­ins kom á 11. mín­útu þegar Luis Díaz átti góðan sprett upp vinstri kant­inn áður en hann lagði bolt­ann út á Dom­inik Szo­boszlai sem renndi bolt­an­um fram­hjá varn­ar­laus­um Nick Pope í marki gest­anna. Annað mark Ung­verj­ans í tveim­ur leikj­um en hann skoraði einnig í síðasta leik Li­verpool í deild­inni, sigri gegn Manchester City.

Call­um Wil­son, fram­herji Newcastle, fékk hættu­leg­asta færi gest­anna í hálfleikn­um þegar Dan Burn setti hann í gegn. Eng­lend­ing­ur­inn var með bolt­ann skopp­andi fyr­ir fram­an sig og reyndi að leggja bolt­ann í fjær­hornið en hann hitti bolt­ann illa og skotið fór tölu­vert fram­hjá mark­inu.

Dominik Szoboszlai fagnar marki sínu í kvöld.
Dom­inik Szo­boszlai fagn­ar marki sínu í kvöld. AFP/​Paul Ell­is

Dom­inik Szo­boszlai reyndi að tvö­falda marka­fjölda sinn í kvöld með skoti á 36. mín­útu en það fór rétt fram­hjá mark­inu.

Meira markvert gerðist ekki í fyrri hálfleik og flautaði Stu­art Attwell, dóm­ari leiks­ins, hálfleik­inn af.

Seinni hálfleik­ur­inn fór ró­lega af stað og ein­kennd­ust fyrstu fimmtán mín­út­urn­ar af meiðslum og inn­komu sjúkraþjálf­ara beggja liða.

Á 63. mín­útu skoraði hins­veg­ar Al­ex­is Mac Allister annað mark Li­verpool í kvöld. Mac Allister vann þá bolt­ann af Sandro Tonali, miðju­manni Newcastle, og keyrði af stað í sókn. Arg­entínumaður­inn lagði bolt­ann út á Mohamed Salah sem tók til sín tvo varn­ar­menn áður en ann lagði bolt­ann aft­ur út á Mac Allister sem setti bolt­ann í fyrsta í fjær­hornið, gjör­sam­lega óverj­andi fyr­ir Nick Pope.

Cody Gakpo reynir hjólhestaspyrnu að marki gestanna í kvöld.
Cody Gakpo reyn­ir hjól­hesta­spyrnu að marki gest­anna í kvöld. AFP/​Paul Ell­is

Li­verpool liðið lokaði svo öll­um svæðum og gaf eng­in færi á sér það sem eft­ir lifði leiks. Mohamed Salah fékk besta færi heima­manna und­ir lok leiks þegar hann náði skoti að marki ut­ar­lega úr teign­um sem Nick Pope gerði vel í að verja.

Ekki gerðist meira sem hægt er að eyða orðum í áður en Stu­art Atwell flautaði til leiks­loka. Það er víst að stuðnings­mönn­um Li­verpool er farið að dreyma um að fagna titl­in­um eft­ir­sótta að tíma­bili loknu.

Lýs­ing upp­fær­ist sjálf­krafa

All­ar lýs­ing­ar í beinni

Li­verpool 2:0 Newcastle opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert