Liverpool nálgast titilinn óðfluga eftir sigur

Alexis Mac Allister fagnar stórkostlegu marki sínu í kvöld.
Alexis Mac Allister fagnar stórkostlegu marki sínu í kvöld. AFP/Paul Ellis

Liverpool tók á móti Newcastle í 27. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld en leikið var á Anfield vellinum í Liverpool. Liðin buðu upp á skemmtilegan leik sem endaði með sigri heimamanna, 2:0.

Eftir leikinn er Liverpool á toppi deildarinnar með 67 stig, þrettán stigum á undan Arsenal sem á þó leik til góða. Newcastle er í sjötta sæti með 44 stig, þremur stigum frá fjórða sæti sem gefur sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.

Heimamenn stjórnuðu leiknum frá A-Ö í fyrri hálfleik en þurftu þó að varast hraðar skyndisóknir Newcastle-manna.

Fyrsta mark leiksins kom á 11. mínútu þegar Luis Díaz átti góðan sprett upp vinstri kantinn áður en hann lagði boltann út á Dominik Szoboszlai sem renndi boltanum framhjá varnarlausum Nick Pope í marki gestanna. Annað mark Ungverjans í tveimur leikjum en hann skoraði einnig í síðasta leik Liverpool í deildinni, sigri gegn Manchester City.

Callum Wilson, framherji Newcastle, fékk hættulegasta færi gestanna í hálfleiknum þegar Dan Burn setti hann í gegn. Englendingurinn var með boltann skoppandi fyrir framan sig og reyndi að leggja boltann í fjærhornið en hann hitti boltann illa og skotið fór töluvert framhjá markinu.

Dominik Szoboszlai fagnar marki sínu í kvöld.
Dominik Szoboszlai fagnar marki sínu í kvöld. AFP/Paul Ellis

Dominik Szoboszlai reyndi að tvöfalda markafjölda sinn í kvöld með skoti á 36. mínútu en það fór rétt framhjá markinu.

Meira markvert gerðist ekki í fyrri hálfleik og flautaði Stuart Attwell, dómari leiksins, hálfleikinn af.

Seinni hálfleikurinn fór rólega af stað og einkenndust fyrstu fimmtán mínúturnar af meiðslum og innkomu sjúkraþjálfara beggja liða.

Á 63. mínútu skoraði hinsvegar Alexis Mac Allister annað mark Liverpool í kvöld. Mac Allister vann þá boltann af Sandro Tonali, miðjumanni Newcastle, og keyrði af stað í sókn. Argentínumaðurinn lagði boltann út á Mohamed Salah sem tók til sín tvo varnarmenn áður en ann lagði boltann aftur út á Mac Allister sem setti boltann í fyrsta í fjærhornið, gjörsamlega óverjandi fyrir Nick Pope.

Cody Gakpo reynir hjólhestaspyrnu að marki gestanna í kvöld.
Cody Gakpo reynir hjólhestaspyrnu að marki gestanna í kvöld. AFP/Paul Ellis

Liverpool liðið lokaði svo öllum svæðum og gaf engin færi á sér það sem eftir lifði leiks. Mohamed Salah fékk besta færi heimamanna undir lok leiks þegar hann náði skoti að marki utarlega úr teignum sem Nick Pope gerði vel í að verja.

Ekki gerðist meira sem hægt er að eyða orðum í áður en Stuart Atwell flautaði til leiksloka. Það er víst að stuðningsmönnum Liverpool er farið að dreyma um að fagna titlinum eftirsótta að tímabili loknu.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Stjarnan 34:29 ÍBV opna
60. mín. Leik lokið Stjarnan fer í bikarúrslitaleikinn.
Fram 36:33 Afturelding opna
70. mín. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson (Fram) skoraði mark Er að kára þetta fyrir Fram!

Leiklýsing

Liverpool 2:0 Newcastle opna loka
90. mín. Uppbótartími verður að lágmarki sjö mínútur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert