Næstyngsta byrjunarliðið í deildinni

Leikmenn Tottenham fagna marki.
Leikmenn Tottenham fagna marki. AFP/Henry Nicholls

Totten­ham Hot­sp­ur tefl­ir fram næstyngsta byrj­un­arliði sínu í rúm­lega þriggja ára­tuga sögu ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar í knatt­spyrnu karla fyr­ir leik sinn á heima­velli gegn Eng­lands­meist­ur­um Manchester City í kvöld.

Meðal­ald­ur byrj­un­arliðs Totten­ham í kvöld er 23 ára og 243 daga. Síðast tefldi liðið fram yngra byrj­un­arliði í ár­daga úr­vals­deild­ar­inn­ar.

Í sept­em­ber árið 1992 fyr­ir leik gegn Sheffield Wed­nes­day var meðal­ald­ur byrj­un­arliðs Totten­ham nefni­lega 23 ára og 97 daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert