Tottenham Hotspur teflir fram næstyngsta byrjunarliði sínu í rúmlega þriggja áratuga sögu ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla fyrir leik sinn á heimavelli gegn Englandsmeisturum Manchester City í kvöld.
Meðalaldur byrjunarliðs Tottenham í kvöld er 23 ára og 243 daga. Síðast tefldi liðið fram yngra byrjunarliði í árdaga úrvalsdeildarinnar.
Í september árið 1992 fyrir leik gegn Sheffield Wednesday var meðalaldur byrjunarliðs Tottenham nefnilega 23 ára og 97 daga.
2 - Spurs have named their second-youngest starting XI in a Premier League match (23y 243d v Manchester City), with tonight being their youngest since September 1992 v Sheffield Wednesday (23y 97d). Youth. pic.twitter.com/xvrvhdImzj
— OptaJoe (@OptaJoe) February 26, 2025